145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:18]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég reyni eftir fremsta megni að hlusta af athygli þegar hv. þingmaður talar. Ég fylgi ekki alltaf, ég játa það hiklaust, en mér finnst hugmyndir hans oft afar áhugaverðar. Mér þykir eiginlega miður miðað við hvernig hann hóf ræðu sína að honum hafi ekki tekist að sannfæra flokkssystur sína, hv. formann fjárlaganefndar, um það sem hann fer hér með, m.a. um það sem við í minni hlutanum höfum svo mikið rætt varðandi arðgreiðslur, að áætla þær ekki skipulega, sem og varnaðarorðin sem hann nefndi áðan um asíska innviðabankann, að nýta þau ekki hér innan lands. Hv. þingmaður talaði um að Bandaríkin vildu ekki koma að bankanum, m.a. vegna þess að umhverfisstefna hans liggi ekki fyrir. Nú hefur því verið haldið fram af að minnsta kosti hv. varaformanni fjárlaganefndar sem ég man eftir að þeir sem standa að stofnun þessa banka vilji ekki hafa Bandaríkjamenn með heldur vilji hafa þennan banka (Forseti hringir.) sem mótvægi við þann banka. Ég spyr þingmanninn um þetta.