145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:36]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hressilega ræðu eins og honum er lagið. Hv. þingmaður talar um að við stjórnarliðar séum að fara með eitthvert fleipur í tölum og reyna að rugla fólk með einhverjum prósentum og milljörðum en málið er einfalt. Við höfum verið að tala um það að núna um áramótin hækki almannatryggingabæturnar hjá þeim sem verst standa, það eru einstæðingar, þeir sem búa einir og eru með heimilisuppbót. Það hefur verið deilt um hvort það sé sanngjarnt að taka heimilisuppbótina með en með heimilisuppbót fara þeir í 246.902 kr. á meðan lægstu launin eru 250 þús. kr. (Forseti hringir.) Eftir áramótin eru þær bætur, með heimilisuppbót að vísu, orðnar hærri en lægstu laun. Er það einhver talnaleikur?