145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:36]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég tók eftir því að hv. þingmaður hafði áhyggjur af því í ræðu sinni hvernig væri komið fyrir tekjuöflun ríkissjóðs og hvernig horfurnar væru fyrir ríkissjóð til framtíðar litið. Ég hef sömu áhyggjur. Mér finnst hrikalega slakt að skila fjárlagafrumvarpi til næsta árs með ósk um að það verði á sléttu, þ.e. á núlli, fjórða árið í röð. Það er núna orðið bundið því að við fáum arðgreiðslu úr Landsbankanum, þ.e. undirliggjandi rekstur er ekki að skila þessu.

Á fjárlögum í ár er á núvirði 140 milljarða meiri tekjur en voru á fjárlagaárinu 2010 — 140 milljörðum meiri tekjur. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvernig hann telji að slíkt (Forseti hringir.) háttalag með fjármuni ríkisins núna, að eiga (Forseti hringir.) ekki fyrir rekstri nema í gegnum arðgreiðslur, muni undirbúa ríkissjóð fyrir (Forseti hringir.) minnstu niðursveiflu eða hagsveiflu í framtíðinni.