145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Nú stóð svo á hjá mér í gær þegar tilkynnt var um þennan fund eða tölvupóstur sendur að eina leiðin til að láta mig vita af þingfundi hefði verið að hringja í mig. Það gilti alveg fram til þess tíma að þingfundur hófst hér í morgun. Það var hringt í mig kl. 10.30 í morgun og ég spurður: Veistu ekki að þú ert þingmaður? Ég svaraði náttúrlega því að ég vissi ekki einu sinni að það væri þingfundur.

Ég spyr: Hvar liggur ábyrgðin á því? Hver á að láta vita hvenær þingfundur er? Eru það hv. þingmenn sem starfa hér með mér eða er það Alþingi sjálft?