145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:25]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér þykir þetta ansi sérstök ráðstöfun hjá forseta. Menn geta auðvitað gert aðrar ráðstafanir til þess að hleypa fólki hingað inn. Um er að ræða þingmenn sem hafa verið að störfum erlendis fyrir hönd þingsins. Það var ekki gert ráð fyrir því í starfsáætlun að hér yrði fundur í dag. Menn hafa hitt á að vera yfir helgar og alla vega, verið tvo daga öðrum megin og þrjá daga hinum megin, og það hefur verið ákveðinn sveigjanleiki. Mér finnst þetta stíft, sérstaklega í ljósi þess að forseti ætlar að lesa svona í bókstafinn þeim megin en horfa ekki á fimm daga regluna í þessu tilfelli í ljósi þess að hér er ekki um að ræða að starfsáætlun sé í gildi.