145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:33]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það var frekar augljóst þegar þingmenn fóru út sl. föstudag að störfum þingsins var þannig háttað að það hefði auðveldlega átt að vera tími til að koma í fyrstu umferð eftir vikuna sem þau voru fjarverandi. Það hefði verið eðlilegt að búast við því að þau kæmu hingað inn í næstu viku og þá væri bara 2. umr. í gangi eins og hefði verið eðlilegt miðað við hvenær málið kom á dagskrá. Er eitthvað óeðlilegt að búast við því að í stærstu umfjöllun ársins á þingi fái fólk að komast að í fyrstu umferð? Ég skil ekki hvað hv. þm. Jón Gunnarsson er að fara.