145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:39]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Eins og ég skil forseta þá er verið að tilkynna núna klukkutíma hlé frá og með þessum tímapunkti, þ.e. þegar ræðum um fundarstjórn forseta lýkur, sem þýðir væntanlega að fundur með fjármálaráðherra og fulltrúum flokkanna hefst eftir 20 mínútur.

(Forseti (EKG): Forseti var að gefa hv. þingmanni orðið. Forseti áttaði sig ekki á því að þingmaðurinn hafði beðið um orðið um fundarstjórn forseta. Forseti var að …)

(Gripið fram í.) (Gripið fram í: Jæja, ókei.) (Gripið fram í.)

(Forseti (EKG): Þá biðst forseti velvirðingar. Forseti ætlaði að tilkynna að hann ætlaði að gefa klukkutíma hlé að lokinni ræðu hv. þingmanns um efni málsins. Ef það er misskilningur og hv. þingmaður bað um orðið um fundarstjórn þá er ræðumanni að sjálfsögðu gefið orðið um það og hefst tímamæling frá og með þessum tíma.)

Ég þakka forseta fyrir það.

Ég á hér ræðu í 20 mínútur og væntanlega er gert ráð fyrir andsvörum eftir það. Við höfum ekki skorið úr um það, þingflokkur VG, hvert okkar verður á fundi með fjármálaráðherra kl. 13. Minni ræðu með andsvörum lýkur kl. 13.20 ef ég kann á klukku. Hvernig hyggst forseti leysa úr þessum tímaárekstrum? (Gripið fram í.) Þeir eru orðnir allmargir. Það virðist vera sem ekki nokkur maður ráði við verkefni sitt hér. (Gripið fram í.)