145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:33]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þetta svar. Ég held að þetta sendi líka skýr skilaboð til þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans, þessi skýri valmöguleiki mælist töluvert betur samtals en stjórnarmeirihlutinn í skoðanakönnunum núna.

Rétt eins og hv. þingmaður benti á hefur þessi stjórnarmeirihluti mælt gegn kröfunni um að öryrkjar og aldraðir fái líka sína uppbót. Við erum að tala um að sú uppbót yrði 50–150 þús. kr. á mann að jafnaði. Við erum ekki að tala um neinar gífurlegar fjárhæðir. Sér hv. þingmaður fyrir sér einhverja málamiðlun þar sem við getum komið til móts við kröfu minni hlutans, eitthvert hangikjöt, bónus, afturvirkar greiðslur eða eitthvað því um líkt til að gera öryrkjum og öldruðum kleift að halda mannsæmandi jól? Eins og staðan er núna þurfum við ábyggilega (Forseti hringir.) bara að bjóða þeim heim í hangikjöt til okkar.