145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:08]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég kem hér til þess að taka undir með öðrum stjórnarandstæðingum og segja: Við erum tilbúin til að vera hér til miðnættis og það þarf enga atkvæðagreiðslu. En af því að hv. þm. Ásmundur Einar Daðason virðist ekki skilja út á hvað þetta gengur vil ég auðvelda þingflokksformanni Framsóknarflokksins að átta sig á verkefninu; það er samstöðufundur örorkulífeyrisþega hér fyrir utan núna. Það væri tilvalið að hann færi og kynnti sér sjónarmið þeirra. Á þeim brennur ranglæti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem ætla ekki að greiða afturvirkt bætur almannatrygginga til lífeyrisþega frá 1. maí 2015 samsvarandi leiðréttingum á kjörum og launafólk á Íslandi hefur fengið og við fáum frá kjararáði. Ég hvet því stjórnarþingmenn til að fara út og kynna sér málstað lífeyrisþega. Það gæti greitt fyrir þingstörfunum (Forseti hringir.) ef þau sjá ljósið.