145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mér finnst rosalega skrýtin stemning sem hér er komin, ég verð að segja það alveg eins og er. Við þingmenn og þingflokksformenn minni hlutans ætlum ekki standa í vegi fyrir kvöldfundi og þá kemur fólk bara með skæting og dónaskap úr meiri hlutanum. Hvað á svona eiginlega að þýða? Til hvers? Ég skil ekki svona. Við erum að reyna að semja við ykkur, þingflokksformenn meiri hlutans, og svo er bara komið í pontu með einhvern dónaskap. (Gripið fram í: Hvaða vitleysa.) Á þetta að verða til þess að auðvelda það að við náum saman um einhver mál hér fyrir þinglok? (Gripið fram í.) Ég er alveg tilbúin — far þú bara upp í ræðustól hér á eftir, hv. þm. Höskuldur Þórhallsson, ef þú þarft að tjá þig. Ég var ekki að beina orðum mínum til hv. þm. Höskulds Þórhallssonar heldur til þingflokksformanna meiri hlutans og hæstv. forsætisráðherra. Mér finnst óþarfi að vera að koma með hér blauta hanska inn í umræðuna.

Hv. þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er alsaklaus, (Forseti hringir.) ég er að beini þessu aðallega til Framsóknarflokksins. (Gripið fram í.)