145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:59]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég velti því stundum fyrir mér hvort hv. þingmaður hlusti ekki á það sem ég er að segja. Uppistaðan í mínu máli var ekki sú að það hefði verið þrengt of mikið að embætti umboðsmanns Alþingis. Ég var að segja að fjármagn hefði verið veitt með það í huga að stuðla að annars konar og hugsanlega ódýrari vinnubrögðum. Sú breyting hefði átt sér stað. Nú vildu menn fara að endurskoða stöðuna og vildu núna að við gætum fært út kvíarnar með áherslu á frumkvæðismál. Það er þetta sem ég var að segja.

Varðandi Landspítalann, Salahverfið og Landspítalann sérstaklega, ég sé ósammála Landspítalanum, þá bið ég hv. þingmann að hlusta á það sem ég var að segja um að taka yrði tillit til þarfa og þar með sjúklinganna og fjármagnsins annars vegar og það þyrfti að gera með Landspítalann. Ég varði nokkru máli (Forseti hringir.) í að skýra það en ég vildi ekki gera þetta að hvata í kerfinu öllu. Hann skilur þetta ekki, hv. þingmaður. (BjG: Þetta er mjög auðskiljanlegt.)(Forseti hringir.) Ég hélt að það væri mjög auðskiljanlegt, ég veit að hæstv. forseti skilur þetta vel.