145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:02]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að beina spurningu til hv. þingmanns varðandi annað. Það kemur fram í fjárlagafrumvarpinu að heimilt sé til að bjóða út rekstur þriggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og ekki sé gert ráð fyrir sérstöku framlagi á næsta ári, en þeir sem óski eftir að reka slíkar stöðvar verði að ná til sín sjúklingum og sýna fram á að þeir hafi sjúklinga. Þar með færast sjúklingar til og frá þeim heilsugæslustöðvum sem eru starfandi fyrir og fjármunir til reksturs þeirra mun dragast saman að sama skapi.

Hvað þykir hv. þingmanni um þá þróun sem er undirliggjandi að það sé verið að beina fjármagni inn í einkarekstur frekar en að styrkja þær heilsugæslustöðvar sem eru starfandi og vantar mjög fjármagn?