145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:43]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni að það hefur líka borið á því í rökstuðningi stjórnarliða að þeir hafa fært rök í heimastílnum sínum fyrir því að bæturnar séu nú alveg nægjanlega háar og að verið sé að fylgja öllu prótókolli í því efni. En það þýðir ekki að blanda félagsþjónustunni inn í þetta af því þetta eru hvor sín lögin og það er mismunandi eftir sveitarfélögum hvernig með þessi mál er farið.

Svo verður líka að tala um að því miður er það svo að vinnumarkaðurinn er ekki sérlega vinsamlegur þeim örorkubótaþegum sem eru með starfsgetu, ekki alltaf hreint. Við þurfum að gera miklu meira af því að bjóða því fólki vinnu, einhver hlutastörf í einhvern tíma, því að ég trúi því að flest af því fólki vilji vera á meðal fólks og taka þátt í atvinnulífinu, hafi það getu til, (Forseti hringir.) í staðinn fyrir, eins og hv. þingmaður sagði, að láta dæma (Forseti hringir.) sig í fátækt vegna þess að það er á örorku.