145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:13]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar til að benda á að þessi bjölluhljómur sem stundum verður hérna mjög sterkur hefur mjög slæm áhrif á gæði útsendingar á Alþingi. Ég legg til að fundin verði einhver önnur lausn sem hefur ekki jafn vond áhrif á hlustunina. Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég missti af í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum. Ég skil að virðulegur forseti þarf að halda aga í umræðunni og ég ber virðingu fyrir því en við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki jafn mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu. Ef ekki er hægt að breyta hér verklagi eða reglum að einhverju leyti legg ég til að fundin verði einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður á þinginu, sér í lagi í löngum umræðum, þegar sífellt er barið svo harkalega í bjölluna.