145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:16]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég biðst velvirðingar á að hafa farið fram yfir tímann en ég átti eftir að fá að ljúka setningu sem stundum gerist og þá fer maður yfir. Ég tek undir að það hjálpaði alls ekki við að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað en hér eru fjölmargir forsetar sem hafa náð ágætistökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega, klingja létt í hana þannig að ræðumaður finni fyrir henni án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á viðkomandi. Það er nokkuð sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og reyna að ná einhverri samstöðu í það. Og það er rétt að sérstaklega þegar við horfum heima getur þetta orðið erfitt, þetta snýst ekki bara um okkur hér.