145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:21]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég missti af þessari uppákomu hér áðan og ég veit ekki hversu miklar áhyggjur þeir sem eru að horfa á skjáinn heima hafa af þessum klukkuhljómi. Ég get hins vegar rétt ímyndað mér hvað þeim finnst um þessa umræðu sem hefur átt sér stað hér síðustu mínúturnar. [Hlátur í þingsal.] Ég hvet forseta þingsins til að halda bara umræðunni um fjárlögin áfram, að við höldum áfram þeirri góðu umræðu sem hefur verið hér. Hún hefur verið mjög áhugaverð í kvöld þannig að við getum haldið henni áfram langt fram á nótt. Mér finnst það lágmark. (Gripið fram í: … langt fram á …) (ÁsmD: Mótfallinn því að hér sé slegið laust í bjölluna.)