145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:23]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er stoltur af því að kaupmáttur aldraðra og öryrkja mun verða sá mesti sem sögur fara af hér, a.m.k. á síðari tímum, á næsta ári. Við hækkum bætur til þessara hópa um 9,7% um næstu áramót, þær hækkuðu um 3% um síðustu áramót og þess utan hef ég nefnt það í þessum ræðustól og lagt til, lagði til hér fyrir þremur dögum, að við mundum stefna að því að lægstu bætur til þessara hópa yrðu ekki undir 300 þús. kr. Það er markmið sem ég tel að við eigum að ná og eigum að geta náð á tiltölulega skömmum tíma. Það er sú kjarabót sem skiptir máli fyrir þessa hópa, engin önnur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

(Forseti (ValG): Forseti bendir á að hér eru hv. þingmenn komnir út í efnislega umræðu og beinir því til þeirra að vilji þeir ræða á þennan hátt er mælendaskrá opin.)