145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:12]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Má skilja hv. þingmann þannig að þegar stjórnendur í hvaða stofnun sem er taka ákvarðanir um fjárfestingu, sem reynast jafn glataðar og þessi, og þeir fjármunir sem í það fóru hefðu getað farið langleiðina með að ljósleiðaravæða Ísland, þetta kostaði 4 milljarða, það er áætlað að ljósleiðaravæðingin gæti kostað í kringum 6 milljarða, og stjórnendur taki svo skrýtnar ákvarðanir þá eigi þeir ekki á nokkurn hátt að þurfa að bera ábyrgð á því og skera niður hjá sinni stofnun í takt við þá arfavitlausu ákvörðun sem tekin var? Mátti skilja hv. þingmann þannig að hún liti svo á að það ætti ekki að gera slíkt?