145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:17]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér finnst þetta skynsamleg nálgun og ég held að faglegar nefndir, þar sem fólki yrði reglulega skipt út, gætu verið gott mál. Þarna gildir kannski það sama og með sóknaráætlun landshluta. Verið var að setja mörg verkefni inn í það faglega ferli — sem er þó búið að byggja upp og almenn ánægja með þvert á flokka — og við sjáum að verið er að taka aftur verkefni sem hefðu einmitt átt að vera í sóknaráætlun landshluta. Það eru mikil vonbrigði að sjá að raunveruleg innspýting sé ekki sett í hana vegna þess að það er raunverulegt byggðamál. Ég tek því undir með hv. þingmanni sem talaði um það.

Og norðvesturnefndin — maður veltir fyrir sér, eigum við þá að gera norðausturnefnd, suðurnefnd, nefnd fyrir sunnanverða Austfirði og þar fram eftir götunum, hvar endar það? (Gripið fram í.) Nefnd fyrir suðvestanverða Vestfirði að ógleymdum Vestfjörðum, hvar endar þetta? Hvað segir hv. þingmaður um það?