145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:04]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir ræðuna. Ég hef tekið eftir því í máli hv. þingmanns að henni er mjög umhugað um góða stjórnsýslu. Ég hef heyrt hv. þingmann ítrekað undra sig á þeim vinnubrögðum sem eiga sér stað hér. Ég verð að viðurkenna að þegar ég kom hingað fyrst á þennan vinnustað varð ég fyrir svolitlu áfalli, sér í lagi út af hinum skrýtnu safnliðum og þessum vinnubrögðum og varð mjög glöð að sjá að þeir hefðu verið teknir út og settir í öllu faglegra en þó ógagnsærra ferli. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún viti af hverju þetta er skyndilega komið aftur inn í þingið og nefndir þingsins. Hv. þingmaður á sæti í fjárlaganefnd og getur kannski útskýrt (Forseti hringir.) fyrir mér hvað hefur eiginlega gerst.