145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:08]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Hún kom meðal annars inn á málefni Ríkisútvarpsins. Ríkismiðlar allt í kringum okkur eiga í miklum fjárhagslegum vandræðum og hafa þurft að skera mikið niður og það blasir við Ríkisútvarpinu hér líka. Það er helst á hv. þingmanni að skilja að hún hefði ekki neitt á móti því að gerðar yrðu breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins þannig að þar yrði skorið eitthvað niður. Mig langar til að spyrja: Hvað nákvæmlega er hún með í huga? Það var svolítið þokukennt þegar hv. þingmaður fór yfir það mál hvað hún vildi í raun þannig að ég vildi gjarnan fá að heyra hvar sá niðurskurður ætti að eiga sér stað og hvort niðurskurður út af fyrir sig sé í samræmi við stefnu Bjartrar framtíðar í málefnum Ríkisútvarpsins.