145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:26]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það getur vel verið að stjórnarandstaðan slái einhver heimsmet í 2. umr. um fjárlög, en stjórnarandstaðan mun aldrei geta slegið það heimsmet að stjórna ríkinu eins illa og þessi ríkisstjórn gerir. Það slær enginn það heimsmet. Það verður alveg örugglega heimsmet þessarar ríkisstjórnar, í slæmri stjórn landsins. Við sem hérna erum erum ekki að berjast fyrir einhverju fyrir okkur sjálf heldur fyrir hópa eins og aldraða og öryrkja sem treysta á að við séum málsvarar þeirra.

Það bar ekki vott um mikla leiðtogahæfileika hjá hæstv. forsætisráðherra í dag þegar hann kom hingað í ræðustól og skellti hurðum og sagði að það væri ekki um neitt að semja. Þetta er því miður það ástand sem við búum við. Maður hefur (Forseti hringir.) áhyggjur af því að mál liðkist ekki nema einhver (Forseti hringir.) í stjórnarliðinu, kannski einn af sjálfstæðismönnum, hafi vit fyrir hæstv. forsætisráðherra.