145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:18]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar gripið var til þessara ráðstafana þá minnir mig að seðlabankastjóri hafi orðað það þannig að við hefðum eitt skot til að hlaða byssuna og það skot mætti ekki geiga. En getur hv. þingmaður lagt mat á það með okkur hvað gerist ef geigar?

Nú er það frumskylda stjórnvalda að verja þjóðarhagsmuni og tryggja almannahagsmuni. Hvernig telur hv. þingmaður að almannahagsmunir séu tryggðir með þessum aðgerðum og hversu miklar líkur telur hann á að þetta skot muni ekki geiga?