145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:30]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vonast nú til þess að maður þurfi ekki að vera 30–40 ár á þingi til að hlutirnir breytist því að það er alveg rétt, óskað var eftir heimild til kvöldfundar og það þarf að ræða. Kvöldfundur er eitt, en það er komin nótt. Eftir miðnætti teljum við að komin sé nótt. Það á þá að óska eftir kvöld- og næturfundi eða einhverju slíku því að þetta þarf að skýra betur. Það er hvergi viðunandi og það er ekki hægt að segja: Það er af því að þið látið svona eða hinsegin. Það sæmir bara ekki fullorðnu fólki að tala þannig ef það er vilji til þess að reyna að koma að málum og leysa þau. Það þarf að virka á báða bóga. Því miður fengum við þannig skilaboð frá hæstv. forsætisráðherra í dag að hann er kominn út á róló. Það er eiginlega bara þannig þar sem hann ætlar ekki að tala við neinn og ætlar ekkert að gefa eftir. Það er ekki sæmandi manni í hans stöðu á ögurstundu þegar þörf er á því að hafa stjórnarandstöðuna í liði með sér.