145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Væri ekki stórfenglegt fyrir þann forseta sem situr á stól núna að brjóta ævafornar, hundónýtar og fáránlegar hefðir þar sem er ekki hægt að upplýsa um hvenær fundi á að ljúka? Ég verð að segja að hvergi annars staðar þar sem ég hef unnið, og hef ég þó unnið mörg skringileg störf, hefur slík aðferðafræði virkað eða verið viðhöfð að reynt sé að viðhalda einhvers konar valdstjórn með óvissu. Það eina sem það gerir er fundarstjórn forseta, eins skemmtilegt og það er. Reyndar hafa margar bestu ræður Alþingis verið fluttar undir liðnum fundarstjórn forseta þannig að við munum halda (Forseti hringir.) ótrauð áfram að ræða hann þangað (Forseti hringir.) til forseti hættir að beita okkur valdkúgun á þennan máta (Forseti hringir.) með því að fá ekki upplýst um það hvenær fundi verður slitið.