145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:38]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Af því að verið var að tala um það áðan hvort fólk þyrfti að vera á þingi áratugum saman til að þetta breyttist, þetta er náttúrlega með ólíkindum. Það þyrfti næstum því að setja dulu fyrir myndavélarnar, þetta er svo asnalegt. Hver skilur þetta? Eitthvert fólk sem kemur aftur og aftur og spyr: Klukkan hvað er fundurinn búinn? Og svo stendur einhver og gerir bara ding ding og svarar engu. Þetta er náttúrlega eitthvað sem ekki er hægt að útskýra fyrir nokkrum manni. Þetta er algerlega óskiljanlegt.

Og ég vil spyrja forseta: Hvenær hófst þessi undarlega hefð? Er einhver sem er vel að sér í sögu Alþingis sem getur sagt okkur frá því hvenær þessi undarlegi siður byrjaði? Þetta væri kannski eitthvað sem skrifstofa Alþingis gæti tekið saman, einhverja skýrslu, eitthvað slíkt. Hvenær byrjaði sá siður að þingmenn spyrðu spurningar, beindu spurningum til forseta og forseti segði ekki neitt? Og alveg bara aftur og aftur og aftur. Og svo þegar tíminn er búinn (Forseti hringir.) þá gerist þetta!