145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:40]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil setja það í sarpinn hjá hæstv. forseta að hann gleymi ekki í sínu svaraknippi við þeim spurningum sem við höfum borið hér uppi í þessari lotu um fundarstjórn forseta að biðja hann um að halda til haga spurningunni sem borin hefur verið upp allnokkuð oft í kvöld og nótt. Það er spurningin um hversu lengi hann hyggist halda fundum áfram þannig að það liggi fyrir þegar hann ætlar að vera svo elskulegur að svara hér ítrekuðum spurningum að hann svari okkur líka að því er varðar áform um lengd þingfundar.