145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:46]
Horfa

Forseti (Þorsteinn Sæmundsson):

Forseti vill upplýsa að boð hafa verið gerð fyrir þá ráðherra sem beðið var um að kæmu hingað til fundar ásamt með formanni fjárlaganefndar en eins og hv. þingmenn sjá þá er hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson í húsinu, varaformaður fjárlaganefndar. (Gripið fram í: Nei, hann er formaður … þingflokks sjálfstæðismanna.) [Hlátur í þingsal.] Hann er varaformaður fjárlaganefndar, hv. þingmaður.

Hvað varðar fundartímann þá hyggst forseti halda fundi áfram enn um sinn vegna þess að nóttin er löng á þessum árstíma og við skulum fá út úr henni eins og við getum. (BirgJ: Svaraðu skýrt, forseti. Þetta er ekkert svar, forseti. Þetta eru stælar og þetta er bara ósvífni.)