145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

orð þingmanns -- lengd þingfunda.

[10:44]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki alveg á hvert vandamálið er, hvaða æsingur þetta er í hv. stjórnarandstöðu. Við erum hér að ræða fjárlögin og ég veit ekki betur en að allt sé gert til að hún fái þann tíma sem hún þarf. Við leggjum hérna nótt við nýtan dag svo menn geti tjáð sig um fjárlögin en svo situr maður undir því að menn halda 40 mínútna ræður og minnast ekki á fjárlögin. (Gripið fram í: Hvað meinarðu?) Það er bara sett út á (BjG: Þetta er ósatt, Páll.) hina (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) og þessa, forsætisráðherra, (Gripið fram í.) það er verið að setja út á ráðherra og þingmenn þannig að það er talað um allt annað en fjárlögin. (Gripið fram í: Það er alveg rétt.) Við bara tökum okkur tíma í að ræða fjárlögin. (Gripið fram í.) Eigum við ekki bara að drífa í að (Gripið fram í: … þátt í þessum umræðum.) ræða fjárlögin? (LRM: Já, gerðu það þá.) Hvaða æsingur er þetta? Nógur er tíminn. (BjG: Það er … að segja ósatt …) Leggjum nótt við nýtan dag og ræðum fjárlögin.