145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:37]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég get upplýst hv. þm. Kristján L. Möller um að það var ekki fundur í meiri hluta fjárlaganefndar í hádeginu. Ég get líka ítrekað það sem oft hefur komið fram hér að það er ekkert tilboð á leiðinni til stjórnarandstöðunnar. Við getum alveg haldið umræðunni um fjárlögin áfram þess vegna. Þetta málþóf sem þetta er nú réttilega orðið snýst um þessa hagræðingartillögu þar sem til stendur að færa Þróunarsamvinnustofnun undir ráðuneytið. Hér er óskað eftir því að frumvarpið fari til nefndar. Ég hvet þingheim til að klára 2. umr. um fjárlagafrumvarpið og vísa því til nefndar. Klárum þessa umræðu, (Forseti hringir.) fáum málið inn í nefnd og ræðum það þar.