145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég get vottað að hvergi eru deilur í sambandi við störf þingsins eða ríkisstjórnarinnar nema þær sem birtast landsmönnum úr þessum ræðustól. Það eru fyrst og fremst deilur minni hlutans sem er verið að efna til í þinginu. Hér eru deilurnar. Hér eru stóru orðin, þannig að það sé alveg leiðrétt sem hv. þm. Oddný Harðardóttir sagði á undan mér.

Eins og komið hefur fram í fréttum hefur náðst stórkostlegt samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaganna í landinu. Samningar náðust um málefni fatlaðs fólks. Við í meiri hlutanum erum meðal annars að undirbúa texta hvað það varðar sem kemur inn í framhaldsnefndarálit fyrir 3. umr. En, virðulegi forseti, vissulega þokast málin ekki áfram vegna þess að stjórnarandstaðan getur ekki sagt okkur hvað hún þarf að tala mikið í málinu. Það er fyrirhyggja formanns fjárlaganefndar fyrst og fremst sem veldur því að verið er að funda (Forseti hringir.) og undirbúa málin enn betur.