145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:13]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú misnota ég eiginlega aðstöðu mína til að tala um fundarstjórn forseta vegna þess að ég vil nota þetta tækifæri og þakka hæstv. félagsmálaráðherra fyrir að vera komin. Ég saknaði þess reyndar að hún kæmi ekki fyrr. Ég átti stutt samtal við hæstv. ráðherra og ég vil segja að hún hefur fært fram rök fyrir fjarveru sinni hér sem ég tel alveg fullgild og hefði ekki komið með beiðni um að hæstv. ráðherra kæmi til að hlusta á ræðu mína eða taka við spurningum ef ég hefði vitað þau. Samt sem áður þakka ég hæstv. fjármálaráðherra fyrir að vera komin og tek eftir því að hún ætlar að … (Gripið fram í.)— Ha? (Gripið fram í: Við hefðum ekkert á móti því þótt hún væri fjármálaráðherra líka.) Já, það væri betra að félagsmálaráðherrann og fjármálaráðherrann væru sami aðilinn núna, þá hefðu þessir samningar kannski gengið betur.

Virðulegi forseti. Ég hef fengið fullkomna skýringu á þessu og ég hefði ekki óskað eftir nærveru ráðherrans á fundinum ef ég hefði vitað hana.