145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:14]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er ánægjulegt að sjá að ráðherrar bregðast við og koma og hlusta á og best væri auðvitað að þeir tækju þátt í umræðunni.

Þau mál sem standa ráðherranum næst og við höfum fjallað um eru auðvitað málefni öryrkja og eldri borgara. Það er greinilega ágreiningur á milli stjórnvalda og þessara hópa um túlkun útreikninga og annars slíks, ég held að það liggi fyrir. Hér hafa ráðherra og fótgönguliðar hennar farið með ákveðna talnarunu sem Öryrkjabandalagið og eldri borgarar gagnrýna, bæði fyrir framsetningu og eins telja þeir að þeir beri minna úr býtum en þeir ættu að gera. Um það snýst málið, að krónutöluhækkunin verði sambærileg og hjá launþegum.

Mér þykir mikilvægt að það komi fram hjá hæstv. ráðherra hvort einhver áætlun sé í gangi, af því að það hefur komið fram vilji hjá nokkrum þingmönnum Framsóknarflokksins til að bæta kjörin upp í 300 þús. kr. Er eitthvert plan í gangi hvað það varðar? Það væri áhugavert að fá að sjá það.