145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:18]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Í úrskurðum sínum setur umboðsmaður fram álit. Álitsgerðir hans eru ekki lögbindandi en hafa engu að síður haft mikil áhrif innan stjórnsýslunnar að mínu mati jafnvel þótt þær hafi ekki lögbindandi áhrif.

Telur hv. þingmaður það vera ákjósanlegt fyrirkomulag að umboðsmaður verði með verkum sínum að vinna sér álit þannig að hlustað sé á orð hans og úrskurði, eða þyrfti að hafa einhvers konar lagastoð til að byggja á? Mig langar aðeins að heyra álit hv. þingmanns á þessu efni.