145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:56]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég þakka forseta fyrir að hafa komið boðum til þessara nefndu ráðherra. Það er út af fyrir sig bara venju samkvæmt en ég tel að það sé ekki fullnægjandi að gerð séu boð fyrir forustu fjárlaganefndar um að vera við umræðuna. Ég tel að umræðan geti ekki haldið áfram í þingsal nema forusta fjárlaganefndar sé við hana. Það held ég að hafi bara ekki gerst við 2. umr. fjárlaga, að hún hafi farið fram án þess að forusta fjárlaganefndar væri viðstödd. Það er ekki framkvæmdarvaldið eða einhverjar stofnanir úti í bæ sem þarf að gera boð fyrir, það er einfaldlega skipulagið hér innan húss. Ef þau eru ekki tiltæk er út af fyrir sig hægt að fresta fundinum þangað til þessir þingmenn eru komnir til hans. Umræðan getur ekki farið fram án þess að tillöguflytjendurnir séu viðstaddir. Hér eru til umræðu 300 breytingartillögur frá hv. þingmönnum Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaugi Þór Þórðarsyni.