145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:31]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki bara heilsugæslan sem virðist vera fjársvelt heldur skortir líka fé sem er varið í viðhald á Landspítalanum. Nú hafa komið fréttir í fjölmiðlum um að hús leki þar sem verið er að annast sjúklinga. Sömuleiðis hefur komið upp myglusveppur. Það hefur tíðkast að læknar hafi skrifstofur sínar í einhverjum gámum. Ég spyr: Er þetta eðlilegt ástand? Þetta er ekki nýtilkomið. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að halda við jafnt og þétt í stað þess að við séum komin í það ástand sem við erum í núna. Mig langar að spyrja hvort hv. þingmaður viti hvort svona sé ástandið annars staðar á Norðurlöndunum. Skerum við okkur ekki svolítið úr þegar kemur að því hvernig við höldum utan um þennan málaflokk?