145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég eins og aðrir hv. þingmenn vil óska eftir svari frá hæstv. forseta um hvenær þessum fundi lýkur. Hæstv. forseti hefur gefið það út að hann sé mjög ánægður með þá umræðu sem hefur verið um fjárlagafrumvarpið og ánægður með að funda fram eftir nóttu en mér finnst ekki að lengd þingfundar megi stjórnast af ánægju forseta hverju sinni. Þó hann sé mjög ánægður að vera hérna fram eftir nóttu, þá erum við hv. þingmenn margir hverjir orðnir svolítið lúnir eftir það að vera hér kvöld eftir kvöld á löngum næturfundum og mér finnst að það þurfi að taka tillit til þeirra þingmanna sem eru að fara í fyrramálið á nefndarfundi og aðra fundi á vegum þingsins. Hæstv. forseti verður þess vegna að slíta fundi núna, því umræðan er ekki búin, eða láta okkur þingmenn vita hvenær áætlað er að umræðu ljúki í nótt.