145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[02:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég veit að ég þarf ekki að segja forseta hvað klukkan er, það blasir við honum. Mér sýnist hún vera núna tvær mínútur yfir tvö að nóttu og eins og aðrir þingmenn þá langar mig til að spyrja forseta hvenær hann hyggst slíta þessum fundi. Eigum við von á að vera hér til kl. 5 eða 6? Það er enn nóg til að tala um í fjárlagafrumvarpinu sem eins og komið hefur fram í ræðum okkar undanfarna daga er náttúrlega hneyksli að mörgu leyti þannig að við getum talað um það endalaust.

Forseti. Hvenær hyggst virðulegur forseti slíta þessum fundi?