145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[02:05]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil endurtaka ósk mína um að forseti láti okkur í té upplýsingar um hvenær hann hyggist slíta þessum fundi. Ég ætla að taka undir orð og óskir hv. þingmanna sem hér hafa óskað eftir að hæstv. heilbrigðisráðherra, hæstv. menntamálaráðherra og hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra verði viðstaddur umræðuna. Ég vil segja tveimur af þessum ráðherrum til hróss að þau voru hér dagpart í dag, en hæstv. heilbrigðisráðherra hefur bara ekki sést við þessa umræðu. Við erum með fjárlagatillögur upp á tæpa 3 milljarða til Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítala og við viljum heyra álit hans á því og hvort hann sé ósammála forstjórum undirstofnana sinna um fjárþörf inn á þessi sjúkrahús. Þetta eru mikilvægar spurningar og ekki bara við sem viljum vita það, það er allur almenningur í landinu sem óskar svara við því.