145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[02:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér þykir fundarstjórn forseta vera bara prýðisgóð, en það væri gott að fá svör hjá honum hvenær þessum fundi á að ljúka. Ég vil líka eins og aðrir hv. þingmenn óska eftir nærveru hæstv. ráðherra. Við fengum hér í hús í gær hæstv. utanríkisráðherra og hæstv. menntamálaráðherra var hérna með okkur í dag og í kvöld, en ég sakna þess að fá ekki hæstv. heilbrigðisráðherra og hæstv. félagsmálaráðherra því að við erum að ræða mál sem falla undir verksvið þeirra og er mjög mikilvægt að þeir ráðherrar séu við umræðuna. Ég óska eftir því, þótt svona langt sé liðið á nóttu, að þeir verði kallaðir hingað ef á að halda þessum fundi eitthvað áfram fram eftir nóttu.