145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[02:50]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var oft og mikið talað um fjölskylduvænan vinnustað. Það hefur ekki lagast frá því sem þá var. En af því að ég þykist vita að frú forseti sem nú er á forsetastól er fjölskylduvæn kona langar mig til að spyrja hana hvort hún aumki sig ekki yfir okkur vesæla þingmenn og gefi okkur upplýsingar um það hvenær við gætum hugsanlega farið heim í nótt. Þótt karlarnir sjái oftast ekki ástæðu til þess ætla ég að höfða til systur minnar á forsetastóli og biðja hana að gefa okkur upplýsingar um það hvenær hún hyggst slíta þessum fundi.