145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:18]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú er sá ánægjulegi tími runninn upp að við þingmenn greiðum atkvæði um breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið 2016. Þetta er búin að vera ánægjuleg vinna og vil ég þakka hv. þingmönnum sem sitja í hv. fjárlaganefnd kærlega fyrir samstarfið og vinnuna sem af er. Ég lýsi því yfir að hér eru komnar margar breytingartillögur fram frá meiri hlutanum sem eru mjög til bóta fyrir land og þjóð. Ég hef lagt á það áherslu í þeim viðtölum sem ég hef farið í eftir framlagningu breytingartillagnanna að stærstur hluti tillagnanna er til grunnstoða samfélagsins ásamt því að við leggjum enn þá mikla áherslu á og höfum í forgangi allt sem snýr að heilbrigðismálum.