145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:23]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Píratar eins og aðrir munu sitja hjá í sumu og greiða atkvæði um aðra málaflokka út frá hjarta sínu. Fjárlög eru þess eðlis að minni hlutinn hefur mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því að við búum við svokallað meirihlutaræði. Það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að það er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu. Ég geri nú ekki endilega ráð fyrir því, en það er alla vega einlæg ósk okkar.

Við höfum lagt fram ágætar breytingartillögur í minni hlutanum. Þær eru fyrst og fremst til þess að sýna hver stefna okkar er. En að sjálfsögðu mun stefna meiri hlutans blífa eins og alltaf.