145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:26]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta eru vond fjárlög. Þau stuðla að meiri ójöfnuði í þjóðfélaginu en verið hefur nokkurn tímann áður, því miður. Verst eru þau þó í garð aldraðra og öryrkja sem ekki eiga að fá sömu kjarabætur og annað fólk í landinu. Fjárlögin eru vond vegna framkomu meiri hlutans gagnvart Landspítalanum, þjóðarsjúkrahúsinu, sem ekki á að fá næga fjármuni til að stunda þá starfsemi sem þar er rekin af góðu starfsfólki af miklum eldmóði. Og síðan er þau líka vond gagnvart Ríkisútvarpinu, þeirri miklu menningarstofnun sem gegnir hér líka miklu öryggishlutverki.

Virðulegi forseti. Ég mun sitja hjá við flest hér. Ég mun greiða atkvæði á móti einhverju og auðvitað greiða atkvæði með þeim góðu tillögum sem minni hluti fjárlaganefndar flytur.