145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:35]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Íslandi er stjórnað af meiri hluta sem ekki vill gera jafn vel við aldraða og öryrkja og annað fólk. Það vill ekki taka þátt í því að endurreisa heilbrigðiskerfið. Það vill ekki reka almennilegt almannaútvarp, Ríkisútvarpið, með sómasamlegum hætti. Það er það sem þessi fjárlög sýna. Þannig er það.