145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:07]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég ætla að vona að fólkið í salnum sussi á hvert annað líka þegar ég held ræðu. Ég ætla enn og aftur í þessum ræðustól að segja að ég var ekki á þingi á síðasta kjörtímabili. Ég er að fara að greiða atkvæði hér á eftir, þar sem þetta er nú um atkvæðagreiðsluna, um það sem fram kemur í þessu fjárlagafrumvarpi, til að segja skoðun mína á því og fara yfir hvern einasta lið, hvar er verið að setja pening inn og hlusta á hvort fólki finnst vera sett of lítið inn.

Síðustu ummæli í þessum ræðustól hafa alls ekki verið um þessa atkvæðagreiðslu. Ég vonast til þess að við getum núna sest í sætin okkar og snúið okkur að atkvæðagreiðslunni um fjárlögin.