145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:09]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Mig langar bara að koma því hér á framfæri, fyrir þá sem hlusta á þessa umræðu, að nú um áramótin er ríkisstjórnin að hækka framlag til almannatrygginga um 9,7%, um 14,2 milljarða. Inni í þeirri tölu eru 3,9 milljarðar sem eru afturvirkni. Það er nauðsynlegt að halda áfram á sömu braut. Hér á ekki að staðnæmast við heldur höldum við áfram á sömu braut. Eins og margir hv. ríkisstjórnarþingmenn hafa talað um í ræðum undanfarna daga þá erum við á þeirri braut að láta bætur almannatrygginga fylgja lágmarkslaunum og það verður ekkert gefið eftir í þeim málum.