145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um tekjur upp á 4 þús. millj. kr. sem minni hlutinn leggur til að komi vegna bætts skatteftirlits.

Ríkisskattstjóri hefur komið fyrir fjárlaganefnd og farið yfir eftirlitshlutverk sitt og hvað fræðilega megi geri ráð fyrir mörgum milljörðum í skattsvik. Fræðilega eru þeir rúmlega 80. En við erum aðeins að gera ráð fyrir að það náist 4 milljarðar með bættu eftirliti sem við setjum á gjaldahlið upp á 58 millj. kr. Þannig að þetta er ákaflega hóflega áætlað upp á 4 milljarða.