145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:23]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það er sérstakt áhyggjuefni hve rösklega ríkisstjórnin hefur gengið fram í að veikja tekjustofna ríkisins. Það er sérstakt áhyggjuefni þegar við skoðum ástand efnahagsmála og þá þenslu sem hér er að ofan á það hafa bæst ítrekaðar skattalækkanir. Algjörlega óháð hugmyndafræðilegum skoðunum ættu menn að hlusta eftir þeim varnaðarorðum sem ýmsir hagfræðingar hafa mælt í þeim efnum.

Tillögur minni hlutans, sú sem snýst um sérstakan orkuskatt og aðrar tillögur í þessum efnum, snúast um að styrkja stoðir samfélagsrekstrarins og samneyslunnar til að efnahagsmálin hvíli á traustari grunni en stefnir í undir forustu núverandi ríkisstjórnar sem virðist fremur hafa hugmyndafræðilegar möntrur að leiðarljósi en endilega mikla skynsemi.