145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:35]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er ekki hægt að hlusta á það hér ítrekað að ekki megi leggja aukið veiðileyfagjald á útgerðina sem er þó í sögulegu hámarki hagvaxtar með 70–80 milljarða kr. fjármagnsmyndun og greiðir sjálfri sér 13–14 milljarða í hreinan arð. Auðvitað þarf sterkasti atvinnuvegur þjóðarinnar að ganga undir bagga með öðrum til að hægt sé að byggja upp mannvænleg lífsskilyrði í landinu. Það er hneyksli að þessi ríkisstjórn skuli ekki treysta sér til að leggja sanngjarnar og eðlilegar álögur á þessa blómlegu og gróðamiklu atvinnugrein.

Sú tillaga sem hér liggur fyrir, um veiðigjaldið, er meira að segja hóflega áætluð og að sjálfsögðu greiði ég henni atkvæði.